138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:52]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þótt maður mundi gjarnan vilja taka þátt í þessari umræðu, þar sem hv. þm. Björn Valur Gíslason hefur náttúrlega einstakt lag á að sprengja allt upp í þingsal og sýndi það og sannaði vel í sumar í umræðunum um Icesave (PHB: Þegar hann var hér inni.) þegar hann á annað borð var í þingsalnum, ótrúleg afköstin miðað við hvað hann var lítið þar, þá vil ég ítreka spurningar sem komu fram áður en hv. þm. Björn Valur Gíslason fór í ræðustól, hvort ætlunin sé að næsti ræðumaður taki til máls eða hvort það standi að þar sem kvöldmatarhlé átti að byrja kl. sjö gæti þá byrjað núna svo ræðumaður þurfi ekki að hætta í miðri ræðu.