138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:45]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það skiptir máli við stjórn þingfundar að forseti og starfsmenn fundarins séu vakandi yfir því hverjir biðja um orðið og að röð ræðumanna haldist rétt þegar beðið er um orðið vegna fundarstjórnar forseta.

Vegna ummæla forseta um fund þingflokksformanna í kvöld verður auðvitað að sjá til hvernig verður með þann fund, klukkan hvað hann verður haldin og af hvaða tilefni.