138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:49]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það eru stór orð að segja að maður upplifir það hér að forseti vanvirði þingmenn sem virðulegur forseti hefur tekið að sér það hlutverk að vera stjórnandi og sáttasemjari fyrir. Hvernig er hægt að stýra þinginu með þessum hætti, virðulegi forseti, og hvernig eiga þingmenn að geta borið virðingu fyrir forseta sínum og formanni þegar svona er starfað? Þingsköpin eru skýr og ég hvet virðulegan forseta til að fresta fundi og funda með formönnum þingflokka og kynna sér þau mál. (Gripið fram í: Aftur og nýbúin.) Það virðist ekki veita af. Það virðist ekki veita af að lesa fyrir hæstv. forseta úr þingsköpum Alþingis, úr þeim lögum sem gilda (Forseti hringir.) um þingfundi. Ég hélt að hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar ættu að vera í fararbroddi um að halda þeim reglum í heiðri.