138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:27]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ljóst er að hér greinir á um túlkun. Einhverjir ráðleggja hæstv. forseta að túlka 10. gr. með þeim hætti sem hún hefur kosið en ég spyr hæstv. forseta: Í hvaða grein þingskapa finnur forseti að hægt sé að láta sumar greinar þingskapa gilda um óreglulega fundi en aðrar greinar ekki? Það hlýtur að vera grundvallarspurning ef um óreglulega fundi er að ræða og hægt er að túlka hluti á þann hátt sem hentar að því er virðist. Hvar í þingskapareglum er hægt að finna eitthvað um að sumar greinar þingskapa gildi á slíkum fundum en aðrar ekki? Þetta er alvarlegt mál og þetta er vont.