138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:39]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Við erum á ólöglegum fundi og hér stendur, það er sem sagt viðbót með 10. gr., að draga eigi úr kvöld- og næturfundum. Með frumvarpinu er stefnt að því að fækka kvöld- og næturfundum þannig að þeir heyri til undantekninga. Ef ekki er sammæli milli þingflokka um að fundir standi fram á kvöld eða nótt til að ljúka ákveðnum málum þarf sérstakt samþykki þingsins til að svo verði. Ég krefst þess að greidd verði atkvæði um þetta mál nú þegar og ég krefst þess að gert verði hlé á þessum fundi nú þegar. Þetta er ólöglegt og ég mun ekki virða fundarsköp ef önnur fundarsköp eru ekki virt á þessum fundi.