138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

dagskrá fundarins.

[15:06]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Ég vil taka undir og lýsa yfir stuðningi við allt það sem kom fram hjá hv. þingmanni og ítreka að okkur finnst brýnt að koma því á dagskrá sem hæstv. ríkisstjórn hefur lagt fram varðandi skattamál og fjáraukalög. Það er ekkert sem hastar með Icesave. Þó að við gerum stutt hlé á því máli til þess að taka þessi mál til umræðu held ég að það geri alls ekki lítið úr hæstv. ríkisstjórn, það sýnir aftur á móti styrk hennar að taka þessu góða tilboði og þessu ábyrga tilboði frá minni hlutanum. Ég skora á ríkisstjórnina að verða við þessu tilboði frá okkur.