138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:28]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er farið að líða á daginn og ég tel rétt að kalla eftir því að hæstv. forseti gefi okkur þingmönnum einhverja vísbendingu um það hversu lengi sá fundur sem nú stendur yfir eigi að standa. Við höfum áður sett fram slíka beiðni og gerðum það í dag á fundi með þingflokksformönnum og forseta að það kæmi fram hið fyrsta hve lengi fundurinn ætti að standa, þannig að alþingismenn geti skipulagt tíma sinn og ræður sínar hér. Enginn þingmaður stjórnarandstöðunnar biðst undan því að standa hér og ræða þetta þetta mál en það sem við viljum er að virðingu Alþingis sé gætt og hér sé unnið samkvæmt skipulagi og með skipulegum hætti. Það er krafa okkar og beiðni. Því vænti ég þess, frú forseti, að hið fyrsta verði orðið við þessu, því að þetta er skynsamleg og eðlileg (Forseti hringir.) beiðni af hálfu stjórnarandstöðunnar.