138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:46]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill taka fram vegna þeirra orða sem hér hafa fallið, að gæta þurfi að dagskrá þingsins, að hér liggur fyrir dagskrá dagsins í dag og forseti telur að verið sé að fara eftir þeirri dagskrá. Það eru fjölmargir þingmenn á mælendaskrá og ég bið þá hv. þingmenn að taka tillit til þess ef þeir vilja flýta hér fundi eða stytta umræðu um þetta mál, að taka tillit til þess í ræðutíma sínum.