138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:56]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er ekkert óeðlilegt við að þingmenn vilji fá að vita hvernig menn muni vinna þetta mál. Það liggur alveg fyrir, af því að hér tala menn um hvað sé í boði hvers. Þetta umdeilda mál er í boði stjórnarinnar, hæstv. fjármálaráðherra, og engin málefnaleg rök hafa verið færð fyrir því að það liggi á að afgreiða það, samt er það sett í algeran forgang. Fjáraukalög, fjárlög, ofurskattar ríkisstjórnarinnar, sem nú þegar eru farnir að valda atvinnuleysi þótt þau lög séu ekki einu sinni komin fram enn þá, eru ekki á dagskrá nema einhvern tímann löngu á eftir þessu ágæta máli.

Virðulegi forseti. Það er ekkert óeðlilegt við að hv. þingmenn spyrji spurninga í tengslum við þessi mál.