138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að að mörgu leyti sé stjórnarskráin orðin mörgum svo framandi að fólk láti sér kannski í léttu rúmi liggja þó að farið sé inn á einhver grá svæði. Í það minnsta finnst mér gríðarlega alvarlegt að ekki eigi að taka Icesave-frumvarpið, þegar það verður tekið inn í fjárlaganefnd, af fullri alvöru, af fullum þunga. Það er verið að tala um mjög alvarlega hluti sem gætu varðað stjórnarskrárbrot. Ég skil ekki af hverju ekki á að taka það af fullri alvöru og ef þörf er á að vera tilbúin til þess að breyta frumvarpinu, þessum óskapnaði.

Ég skora enn og aftur á stjórnarþingmenn að nálgast þetta með opnum hug.