138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:36]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Út af orðum hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar skulum við bara lesa hvað hæstv. ráðherra sagði en hann sagði, með leyfi forseta:

„Ég gerist æ meira hugsi yfir því dag frá degi hvort Alþingi hreinlega ráði við sitt hlutverk við þessar erfiðu aðstæður.“

Hvort Alþingi hreinlega ráði við sitt hlutverk við þessar erfiðu aðstæður.

Í sögunni höfum við heyrt hvernig aðilar hafa nákvæmlega verið með þessar efasemdir og oft leiddi það til mikilla hörmunga. Ég hef sagt það áður að ég ætla hæstv. fjármálaráðherra ekki að vilja fara neinar slíkar leiðir. Ég hvet hins vegar hv. þingmenn, virðulegi forseti, til þess að hugsa þetta. Það er mikils virði að við höfum löggjafarsamkomu og við skulum fara með þau gæði (Forseti hringir.) af virðingu.