138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

vinnubrögð á þingi -- atvinnumál -- skuldsetning og hagvöxtur.

[10:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Mig langaði út af því að þetta tengist Icesave og upplýsingum í kringum það að benda á af því að ég veit að það eru varaþingmenn hérna inni og ýmsir þingmenn sem höfðu ekki vegna anna tök á að kynna sér leynigögnin sem eru geymd á nefndasviði. Ég hringdi inn á nefndasvið í morgun til að kanna hvort það væri ekki örugglega enn þá aðgengi að leynimöppunni. Mig langaði að benda hv. varaþingmönnum á að þarna er mjög mikilvægt bréf sem er síðasta bréfið í möppunni. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur það og lesa það og ég vil líka benda öllum öðrum hv. þingmönnum á ...

(Forseti (ÁRJ): Beina orðum til forseta.)

Já, afsakið frú forseti, ég vil jafnframt benda hv. þingmönnum á að kíkja á dagsetninguna hvenær þetta bréf er stílað og lesa bréfið, frú forseti, ítarlega til að fá dýpri skilning á stöðunni.