138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

fjáraukalög 2009.

10. mál
[11:06]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og síðasti ræðumaður gerði grein fyrir er mikil óvissa í þessu máli, ekki bara varðandi tekjuhlutann heldur líka varðandi vaxtagjöldin. Við framsóknarmenn höfum talið að það þyrfti að ræða þetta mál frekar og skoða það nánar frá öllum hliðum og við munum því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.