138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:44]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki mikið við þessu að segja. Það leiðir af sjálfu, ég held að engu okkar hafi dottið í hug að hægt væri að útkljá þetta mál án aðkomu Alþingis að því aftur í ljósi stærðar málsins og skuldbindinganna sem hér eiga undir. Það eru engin ný sannindi og tæknilega hefði væntanlega aldrei komið til greina að hægt væri að klára þetta mál öðruvísi en með atbeina Alþingis og lagastoð, hvaða leiðir sem menn hefðu reynt að fara í því.