138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:52]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti biður hv. þingmann að gæta orða sinna. Það hefur ekki tíðkast í sölum Alþingis að menn hafi bundið fyrir augu í atkvæðagreiðslum, hvorki í þessu máli né öðrum.

Vegna orða hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar um lengd þingfundar er þingheimi kunnugt um að fyrr í morgun fór hér fram atkvæðagreiðsla um lengd þingfundar í kvöld og á þess vegna ekki að koma neinum hv. þingmanni á óvart að fundur muni standa hér fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir.