138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:59]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég eins og aðrir furða mig á fjarveru hæstv. forsætisráðherra og langar því að spyrja hvort hún sé hugsanlega í jólakökubakstri. Ég held að þetta sé réttmæt spurning vegna þess að hæstv. fjármálaráðherra lýsti því yfir hér áðan að ríkisstjórnin gæti ekkert aðhafst á meðan verið væri að ræða Icesave. Þá hlýtur maður að ætla að stjórnarmeirihlutinn sé núna einfaldlega að undirbúa jólin, skrifa jólakort og standa í jólakökubakstri á meðan stjórnarandstöðuþingmenn ræða eitthvert mikilvægasta mál Íslandssögunnar. Þau sjá ekki einu sinni ástæðu til þess að sitja í þingsal yfir ræðunum. Ég held að full ástæða sé fyrir frú forseta að upplýsa hvort (Forseti hringir.) verið sé að vinna að öðrum málum eða ekki.