138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:35]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar að taka undir með hv. þm. Eygló Harðardóttur og hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni um að í rauninni sé réttast úr því sem komið er að fresta þessum fundi og hvetja til þess að fjárlaganefnd taki þetta mál til enn frekari skoðunar í ljósi þessa vafa sem leikur á því hvort við þingmenn séum að ræða mál sem stangist á við stjórnarskrána. Og þá eins að taka fyrir það brýna verkefni að breyta dagskrá þingsins þannig að mikilvægustu skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar komist á dagskrá. Ég tek því undir þá beiðni hv. þingmanna sem talað hafa á undan mér að forsætisnefnd verði kölluð saman til fundar til að ræða það hvernig dagskrá þingsins er best háttað út þessa viku og hvort ekki sé rétt, frú forseti, að bregðast við þessum óskum okkar hv. þingmanna, þeim auðmjúku óskum okkar um að þetta mál og þau mál sem eru vissulega á dagskrá fari í þann farveg.