138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:27]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Stórtíðindi dagsins eru væntanlega yfirlýsing hæstv. ráðherra um þessar grímulausu hótanir ríkja innan Evrópusambandsins. Annað sem kom fram í ræðu hans var að samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði verið í gíslingu vegna Icesave, væntanlega þá af sömu ástæðu. Þetta eru allt fullyrðingar sem við höfum haldið hér á lofti og við teljum að við þurfum að fara varlegar í þessu Icesave-máli en stjórnarmeirihlutinn. Því held ég að við hljótum að kalla eftir því, herra forseti, að málið verði skoðað út frá þessum upplýsingum, ekki síst í ljósi þess að yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur neitað því skriflega opinberlega að þetta tengist með nokkrum hætti.

Mig langar því að spyrja hv. þingmann hvort hún geti (Forseti hringir.) verið sammála mér um að þetta þurfi að skoða frekar.