138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:01]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ástæða þess að ég kveð mér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta eru orð sem forseti lét falla áðan og voru í þá veru, ef ég man rétt, hæstv. forseti leiðréttir mig þá, að umræðan muni halda áfram þangað til mælendaskrá verði tæmd eða umræðunni lokið.

(Forseti (ÁRJ): Og.)

Og umræðunni lokið. (Fjmrh.: Það fer oft saman.) Já, það er rétt, hæstv. fjármálaráðherra, þetta helst nú oft í hendur, ég þakka fyrir ábendinguna.

En mig langar að spyrja hæstv. forseta hvort það þýði, af því ég geri ráð fyrir að eitthvað verði rætt hér áfram, að nefndafundum í fyrramálið sem byrja eiga 8.30 verði frestað og þingfundur haldi þá áfram til 10.30 þegar boðaður er nýr þingfundur. Það er mikilvægt að þetta sé upplýst svo að þeir nefndarmenn sem væntanlega eru að undirbúa sig fyrir nefndafundi (Forseti hringir.) í fyrramálið hafi það alveg á hreinu hvort þeir þurfi frekar að tala hér í nótt en að mæta á nefndarfund í fyrramálið?