138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:47]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég nefndi áðan að það væri mikilvægt að hæstv. forsætisráðherra okkar væri viðstödd eitthvað af þessari umræðu því að eins og við vitum hefur ýmislegt komið fram í dag m.a. í ræðu hæstv. fjármálaráðherra sem hæstv. forsætisráðherra hefði nú örugglega gaman af því að tjá sig um, til að mynda varðandi grímulausar hótanir Evrópusambandsins. Þá skiptir vitanlega engu máli hvenær þær voru settar fram, eins varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Frú forseti. Mig langar líka að forvitnast um það hvort formaður eða varaformaður fjárlaganefndar séu í húsi og ég vænti þess að þeir séu að hlusta ef þeir eru í húsi. En það væri gott að komast að því hvort þeir eru í húsi, ef ekki væri fínt ef hæstv. forseti sæi til þess a.m.k. annar þeirra sé hér, því að vitanlega eru það formaður fjárlaganefndar og varaformaður sem bera upp þetta mál þó að þeir séu hér í umboði ríkisstjórnarinnar. (Forseti hringir.)