138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:36]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hugleiðingar hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur um hversu afstæðar upphæðir geta verið voru athyglisverðar. Ég gerði mér það að leik á meðan á ræðunni stóð að reyna að setja þetta í eitthvert samhengi, ekki peningalegt heldur rúmfræðilegt. Ef maður tæki þúsundkalla fyrir þessa upphæð og legði þá hvern á eftir öðrum, mundi sú keðja ná rúmlega átta sinnum í kringum jörðina. Keðjan mundi ekki ná alveg til tunglsins en aftur á móti gætum við komist til tunglsins fyrir þá upphæð sem við ætlum að eyða í þetta vegna þess að þessi upphæð gæti nægt til að gera okkur að einu af þeim heimsveldum sem ferðast um himingeiminn og lenda á öðrum hnöttum, til að setja þetta í eitthvert samhengi.

Það var athyglisvert sem samhópsmaður þinn, hv. þm. Þór Saari, sagði fyrr í kvöld um að rétt væri að fá sáttasemjara til taks í þessu máli. Hvað finnst hv. þingmanni um að Evrópusambandið mundi verða málamiðlunaraðili í þessu máli og reyndi að ná einhverri sátt á milli þessara þriggja þjóða?