138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:46]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni, þetta mál má alls ekki leysa í einhverju kæruleysi og það má alls ekki vera undir þrýstingi um að eitthvað óskilgreint, óljóst einhvers staðar einhvern tíma gæti hugsanlega kannski gerst eins og hæstv. fjármálaráðherra lýsti yfir. Það er að mínu mati algerlega dæmalaus yfirlýsing að setja slíkar fullyrðingar fram. Mér finnst líka gott að hv. þingmaður tekur fram að einungis vextirnir af Icesave eru skatttekjur allra íbúa Hafnarfjarðar, Kópavogs, Akraness og Mosfellsbæjar, (Gripið fram í: ... Seltjarnarnes ...) — og það mætti bæta Seltjarnarnesi við. Ég hvet hv. þingmann til að halda áfram þessum samanburði.