138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:53]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs undir þessum lið til að spyrja, eins og margir hv. stjórnarandstöðuþingmenn hafa gert í kvöld, um viðveru forustumanna í íslenskum stjórnmálum í þingsalnum. Ég hef tekið eftir því að hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra eru á staðnum, forustumenn ríkisstjórnarflokkanna, en hvar eru forustumenn stjórnarandstöðuflokkanna? Eru þær upplýsingar sem koma fram í kvöld ekki það merkilegar að þeir ágætu forustumenn telji sig þurfa að vera hér? Nú kann hæstv. forseti að hafa upplýsingar um að þeir fylgist með þessum umræðum á skrifstofum sínum en getur hann gengið úr skugga um að þeir geri það eða getur hann skýrt hvers vegna þeir eru ekki í salnum.