138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:03]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti ætlast til þess að þegar menn biðja um orðið um fundarstjórn forseta sé rætt um fundarstjórn forseta. Forseti vill líka geta þess að það eru fjórir hæstv. ráðherrar í húsi, það eru 16 þingmenn stjórnarflokkanna og 11 þingmenn stjórnarandstöðunnar og auk þess hefur hv. formaður Framsóknarflokksins gefið forseta til kynna að hann sé að fylgjast með þessari umræðu úr fjarlægð.