138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:03]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem til að ræða fundarstjórn forseta. Ég vil benda á að sú umræða sem hér hefur farið fram hefur borið árangur þvert á það sem hæstv. félagsmálaráðherra heldur fram. Okkur í stjórnarandstöðunni hefur tekist að fá nokkra þingmenn stjórnarmeirihlutans til að koma og hlusta á orð okkar. Ræður okkar hafa vakið athygli (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.] og þeir vilja kynna sér innihald þeirra. Ég held að það sé vert (Gripið fram í: Aðdáun og hrifningu.) (Gripið fram í.) að við höldum áfram að ræða málið þangað til þeir leggja í að tjá sig um það efnislega. Það er mikið til þess vinnandi að fá þá í salinn. Næsta skref er að fá þá til að tjá sig efnislega um málið þannig að við fáum alvörurökræður um þau mörgu (Forseti hringir.) og brýnu álitamál sem við erum að ræða (Forseti hringir.) í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar.