138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:12]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir þau orð að svo virðist sem hluti stjórnarliða ætli að samþykkja Icesave til að geðjast öðrum þjóðum, til að geðjast þeim aðilum sem hafa kúgað okkur og beygt okkur niður í duftið, til að samþykkja kröfur sem eru einkaaðila og engra annarra, ekki almennings í landinu.

Mig langar til að beina þeirri spurningu til þingmannsins hvernig menn hafi staðið að málum í þorskastríðinu. Getur hann gefið okkur einhverja mynd af upplifun hans af þeim? Hvað hefði gerst ef menn hefðu lúffað í deilunni um 200 mílurnar og hvernig væri staðan á landsbyggðinni, (Forseti hringir.) í þorpum landsins, ef menn hefðu lúffað í því máli eins og þeir gera nú?