138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:47]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni ágætt svar. Það vefst náttúrlega fyrir mörgum að í svona stöðu gerir Seðlabankinn ráð fyrir umtalsverðum hagvexti. Hvaðan getur sá hagvöxtur komið og hvert fer hann ef hann verður? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í skýrslunni sinni að skuldir Íslands séu ekki sjálfbærar, a.m.k. næstu fimm árin. Spá þeirra nær ekki lengra en þegar gengið var á þá var svarið að einhvern tíma í framtíðinni kæmi nægur hagvöxtur til að greiða þetta. Mér finnst þetta vera alveg fádæma svar, hvaðan gæti komið hagvöxtur í svona aðstæðum? Eða gæti hann nokkuð komið yfir höfuð?