138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:20]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kom hingað upp fyrir nokkru síðan og bað um leiðbeiningar virðulegs forseta um hvernig ég ætti að koma þessu öllu heim og saman í þessari nýju vinnu minni. Ég hef ekki reynslu af þessu en hef ekki fengið svar við því enn þá svo ég kalla eftir því. Fyrr í kvöld var okkur sagt að 13 manns væru á mælendaskrá og fundinum yrði lokið þegar þessir 13 væru búnir að tala en nú hef ég stórar áhyggjur af því að þeir eru orðnir 15 á mælendaskrá þrátt fyrir að margir séu búnir að tala. Hefur virðulegur forseti gert sér grein fyrir að skráin er stöðugt að lengjast?