138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:21]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég kem upp og tjái mig um þessa fundarstjórn. Mér finnst það taka út yfir allan þjófabálk að vera með þingfundi fram undir morgun. Það er eðli málsins á öllum venjulegum vinnustöðum að starfsfólkið þar fái hefðbundna hvíld, ef ekki á næturnar þá á daginn. Hér er gert ráð fyrir vinnu allan daginn á morgun líka og jafnvel fram á kvöld þannig að ég leyfi mér að hvetja hæstv. forseta til þess að gera einfaldlega hlé á þessum þingfundi þannig að fólk geti mætt á nefndarfundi kl. 8.30 í fyrramálið og sinnt löggjafarstörfum Alþingis með virðingu og af einhverju viti en ráfi ekki um dauðþreytt og ósofið. Það er ekki virðingu Alþingis samboðið að stjórna fundum með þessum hætti.