138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:37]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar til að spyrja herra forseta hvort hann túlki þingsköpin eins og frú forseti. Frú forseti metur þau þannig, ef ég skil hana rétt, að ef stjórnarliðar hafa eitthvað efnislegt fram að færa til málsins geti þeir rætt það undir liðnum um störf þingsins og fái til þess rýmri tíma. Því vil ég beina þeirri spurningu til herra forseta hvort hann sé sammála frú forseta í þessu máli.

Í annan stað langar mig að beina þeirri spurningu til herra forseta hvort yfirvinnubanni sem ég hélt að hefði verið sett á gagnvart starfsmönnum Alþingis hefði verið aflétt. Þegar við vorum að semja álit um þetta mál voru (Forseti hringir.) starfsmenn þingsins þvingaðir til að hætta á miðnætti. Er búið að hætta við þetta yfirvinnubann?