138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:14]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir ábendingar hv. þm. Illuga Gunnarssonar um að fundurinn gæti hugsanlega verið ólöglegur. Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli, ég held að enginn okkar vilji vera í þeim sporum að hafa verið hér í umræðu langt fram á nótt og svo komi í ljós að fundurinn reynist ólöglegur, það væri miður.

Í annan stað langar mig enn á ný að beina þeirri spurningu til virðulegs forseta hvort búið sé að aflétta yfirvinnubanni sem komið var á hjá starfsmönnum þingsins til þess að spara fjármuni. Þegar við vorum í gerð nefndarálits máttu starfsmenn þingsins, nefndarritarar, ekki vinna lengur en til tólf og því var fylgt (Forseti hringir.) mjög strangt eftir.