138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:51]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé alveg hárrétt hjá hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni að hér er um reginmisskilning að ræða á einhverju stærsta og alvarlegasta máli sem þingið hefur fengist við og það er dapurlegt að upplifa það. Ég upplifði ekki alls fyrir löngu að þeir embættismenn sem áttu að kynna lög Alþingis frá því í sumar komu fyrir fjárlaganefnd til þess að útskýra með hvaða hætti þeir hefðu farið með það mál til Hollendinga og Breta. Mér virtist dagljóst á útskýringum þeirra að þeir höfðu heldur ekki skilið þetta mál. Hér er því um gríðarlega alvarlega meinbugi að ræða í stjórnsýslunni, ríkisstjórninni og í stjórnkerfinu varðandi þetta mál ef enginn skilur það. Samt er verið að keyra það í gegnum þingið. Þetta er náttúrlega alveg bara fáránlegt.