138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[05:09]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseta er annt um að eiga gott samstarf við alla þingmenn um þinghaldið, (TÞH: Sýndu það þá.) en — (Forseti hringir.) Forseti biður — (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Forseti biður þingmenn um að gefa forseta tækifæri til að svara því sem til hans er beint og sýna forseta tilhlýðilega virðingu.

Vegna fyrirspurna um fyrirkomulag fundarins vill forseti geta þess að hann hefur í hyggju að hleypa tveimur ræðumönnum að af mælendaskránni og slíta síðan fundi.