138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[05:13]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir þær þakkir sem hafa komið fram til hæstv. forseta fyrir að hann hefur loksins gefið til kynna hvernig framhaldi þingfundar verði háttað. Það er auðvitað ánægjuefni og gott að slíkt kemur fram núna, sem sagt á sjötta tímanum að morgni til.

Varðandi þá spurningu sem ég hef borið hér upp og hæstv. forseti ætlar að leita svara við skiptir máli að svör komi fram með einum eða öðrum hætti. Komi ekki fram svör á þessum fundi geri ég ráð fyrir að erindi komi til forsætisnefndar þar sem óskað verði eftir að málið verði tekið til umræðu. Eins og hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson gat um geta verið alveg lögmætar ástæður fyrir því að hlutirnir voru með þessum hætti, misskilningur eða eitthvað þess háttar, (Forseti hringir.) en a.m.k. er nauðsynlegt að botn fáist í þennan þátt málsins.