138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

orð fjármálaráðherra um AGS og ESB.

[10:39]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að hér sé einhver misskilningur í gangi af hálfu hv. þingmanns. Það sem fjármálaráðherra var að vísa til í gær var eitthvað sem kom fram á haustdögum 2008 þegar Bretar voru með hótanir um uppsögn á EES-samningnum. En ég kannast ekki við neinar hótanir af hálfu ESB sem hv. þingmaður er að vitna til, þvert á móti hafa t.d. bæði Carl Bildt og Olli Rehn sagt að hér sé um tvíhliða deilu að ræða sem tengist á engan hátt Evrópusambandinu, umsóknaraðild okkar að því. Ég held því að hér sé misskilningur á ferðinni og menn ættu líka að fletta upp gögnum sem tengdust þingsályktunartillögunni í desember. Þar kemur ýmislegt fram sem væri ástæða til að skoða um þessi tengsl, þá voru uppi hugmyndir um það en ég kannast ekki við að það séu neinar hugmyndir uppi um það núna að það sé eitthvert samband á milli Icesave-deilunnar og Evrópusambandsins.