138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér barst bréf í morgun frá manni sem ætlaði að koma á þingpallana eftir kl. 12 í gærkvöldi en það var lokað á þingpallana, sem er brot á stjórnarskrá landsins. Þessum manni var brigslað um að vera í annarlegu ástandi og ég ætla rétt að vona að þetta bréf frá honum (Gripið fram í: … þingmaður?) verði tekið fyrir í forsætisnefnd í dag því að mér finnst þetta alveg makalaust hvernig hv. ... (Gripið fram í.) Bull. Ég hvet þig, hv. þm. Árni Þór — einhversson (Forseti hringir.) til að lesa þetta … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti hvetur …)

Já blessuð, sláðu þá bara í bjölluna. Þú slærð aldrei í bjölluna (Forseti hringir.) þegar þínir menn mismæla sig. (Forseti hringir.) Þú ert ekki forsetinn minn.