138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:21]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem upp og er knúin til þess til að ítreka það eina ferðina enn, vegna þess að mér finnst það ekki hafa náð í gegn til hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar eða til annarra stjórnarliða sem hér hafa talað: Stjórnarandstaðan talar ekki þjóðina í þrot, það gera aðrir. Við erum búin að leggja okkur fram við að greiða götu þeirra mála sem m.a. hv. þm. Magnús Orri Schram talaði um að hér væri ólokið. Við höfum ítrekað sagst leggja okkur öll fram um að koma þessum málum hratt og örugglega í gegn jafnvel þó að þetta séu tillögur, til að mynda í skattamálum, sem okkur fellur ekki við. Samt ætlum við að greiða götu þeirra sem mest við megum eins og við höfum gert varðandi tillögur t.d. félagsmálaráðherra um skuldir heimilanna. Það er rangt að segja að við stöndum fyrir því að tala þjóðina í þrot. Þetta er þrjóska ríkisstjórnarflokkanna (Forseti hringir.) og ekkert annað en þrjóska.