138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:27]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það upplýstist í Fréttablaðinu í morgun að stjórnarandstaðan er búin að raða sér niður samkvæmt stundaskrá í umræður í þessu málþófi. (Gripið fram í.) Ég vil sérstaklega vekja athygli á því að búið er að ákveða fyrir fram hverjir fara í andsvör við hverja áður en ræðurnar eru fluttar á Alþingi. Ég bendi forseta á þessari staðreynd og að það sé fært til bókar í sölum Alþingis og á skrár Alþingis að Framsóknarflokkurinn talar í þessari umræðu eftir stundaskrá Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)