138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:54]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var ágæt spurning. Henni er að sjálfsögðu mjög auðvelt að svara. Auðvitað verður Ísland áfram lýðveldi með þingbundinni stjórn. Ég hef hins vegar áhyggjur af tvennu sem tengist þessu máli sem er alkunna, annars vegar efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, efnahagslegu fullveldi hennar sem ég tel að stefnt sé í hættu, höfum það alveg á hreinu. (Gripið fram í: Þingmaðurinn …) Síðan hef ég þá skoðun, hv. þingmaður, sem er ekkert ný — allir vita skoðun mína á Evrópusambandinu — að það tengist þessu máli með ákveðnum hætti enda er búið að sýna fram á það. Þar held ég að við séum komin út á hálan ís gagnvart fullveldi landsins. (Gripið fram í.)