138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:51]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé mikið til í því að það hafi skort á trú á málstaðinn í þessum viðræðum. Að minnsta kosti er ljóst að með þvingunaraðgerðum á mörgum stöðum, bæði vestan hafs og hjá nágrannaþjóðum okkar, þá hefur gagnaðilum okkar í þessu máli tekist að sannfæra ríkisstjórnina um að hún ætti engan annan valkost. Það er dapurlegt þegar málið snýst um það að við viljum ekki biðja um annað en að skorið verði úr um ágreininginn hjá þriðja aðila.

Ég held að það megi enn þá vinda ofan af þessari stöðu en ég treysti ríkisstjórninni ekki til að gera það. Það var í raun og veru fyrst þegar þeir sem höfðu haft hægt um hvað við ættum að gera í málinu komist til valda sem okkur rak af leið.