138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:59]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessar upplýsingar sem eru reyndar hálfnýjar fyrir mér. En þá þarf ekki að deila mikið um þetta og ég held að mjög gott væri að fá skriflegt svar eða bréf frá þessum ágætu lögfræðingum um að þeir telji að ekki þurfi að skoða hvort þetta brjóti í bága við stjórnarskrána. Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt að við fáum það skriflega frá þessum ágætu lögfræðingum að þeir telji að ekki þurfi að skoða þetta frekar og þurfi ekki að skrifa greinargerð. Ég ætla einfaldlega að óska eftir því að fá bréf í hendurnar frá þessu ágæta fólki.

Ég tek hins vegar undir það sem hv. þingmaður sagði áðan að það var til fyrirmyndar að málið skyldi vera tekið til efnislegrar umræðu án þess að 2. umr. væri kláruð (Gripið fram í.) og vonandi til eftirbreytni við áframhald málsins. (Gripið fram í.)