138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:19]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það kann að vera að umræðan hafi verið afvegaleidd. Það væri þá ágætt að hv. þingmaður útskýrði í hvaða veru það er. En með fullri virðingu fyrir hv. þm. Atla Gíslasyni verð ég að segja að það er frekar skondið að sjá hann standa hér í pontu nú og verja Icesave, verja það frumvarp sem hér liggur fyrir núna, maðurinn sem hafði allt aðra skoðun á málinu í haust. En af því hv. þingmaður skiptir um skoðun, og það er hið besta mál að menn geri það, verð ég að segja að sá samningur sem hér er er að mínu mati óásættanlegur. Og það verð ég að segja, hæstv. forseti, að ég vildi frekar fengi ég einhverju um það ráðið að vera dæmd til þess að greiða það sem hér liggur fyrir en að (Forseti hringir.) samþykkja það með fúsum og frjálsum vilja.