138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:27]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann annarrar spurningar í ljósi ræðu hans áðan: Í ljósi þeirra byrða sem verið er að leggja á íslenska þjóð ef þetta frumvarp og þessi ríkisábyrgð á lánasamningum vegna Icesave verða samþykkt, telur hv. þingmaður að fyrir liggi í raun hjá hæstv. ríkisstjórn vitneskja og/eða útreikningar um árlegt, erlent greiðsluflæði áranna 2010/2012–2018/2020 eða rennir hún blint í sjóinn?