138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:53]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég er hér með skýrslu frá óformlegu „expert roundtable“ varðandi innstæðutryggingarkerfið, en það var óformlegur fundur sérfræðinga sem komu saman til að fjalla um þetta 31. mars 2009. Eins og ég skil það þá lá fyrir að búið var að samþykkja þessar breytingar á tilskipuninni og mjög mikil vinna er einmitt í gangi hjá Evrópusambandinu um það hvert eigi að stefna með innstæðutryggingarkerfið því greinilegt er af umræðum um þessa breytingu á tilskipuninni að þeir hafa miklar áhyggjur af því sem gerðist hér á Íslandi. Það kemur skýrt fram hjá sérfræðingunum að ef það verður „crisis“, svona hrun eins og varð hér, þá verða ríkisstjórnir að koma inn í með fjármagn fyrir innstæðutryggingarsjóðina, en það þýðir ekki að það sé ríkisábyrgð heldur lán til viðkomandi sjóða. Síðan, eins og þingmaðurinn benti á, er öðruvísi fyrirkomulag í Bretlandi (Forseti hringir.) og ég verð bara að reyna að hvetja til þess að þessari umræðu verði jafnvel frestað sérstaklega og rætt verði um tilskipunina (Forseti hringir.) vegna þess að hún skiptir mjög miklu fyrir málið og mörg gögn þurfa að koma hér inn í þingið.