138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:09]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég var að tékka áðan á dagskrá þingsins á tölvunni frammi og eftir því sem ég best veit var fyrirhugað að nefndadagar yrðu á morgun en það væri hins vegar óljóst. Ég bjóst frekar við að settur yrði á þingfundur en það er engin dagskrá komin. Mig langar til að forvitnast um það hjá frú forseta hvort ekki sé fyrirliggjandi einhver dagskrá á morgun og hvort forseti geti upplýst hversu lengi standi til að tala í nótt miðað við það að klukkan er farin að ganga tólf. Það væri ágætt fyrir alla þingmenn, ekki bara okkur sem erum í salnum, að ræða þetta mál til að fá það fram hvort til standi að hafa nefndadaga á morgun eða þingfundi.