138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:11]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þau svör sem forseti veitti við fyrirspurn minni um fyrirhugaða dagskrá á morgun en ég hjó eftir því að forseti sagði að fyrirhugaður væri fundur með þingflokksformönnum og forseta þingsins en það kom ekki fram hvenær sá fundur væri fyrirhugaður. Er hann fyrirhugaður núna í kvöld eða nótt eða í fyrramálið? Má búast við því að þingfundur verði strax upp úr hálfníu eða hálfellefu á morgun eða er alveg óljóst hvernig þingið ætlar að starfa á morgun eftir 10 eða 12 klukkustundir? Það er að verða dálítið óþolandi ástand að ekki skuli liggja fyrir margra daga dagskrá. Það hefur margoft komið fram að fyrir liggja margvísleg og mikilvæg mál sem ríkisstjórninni er mikið í mun að koma á dagskrá, og okkur í stjórnarandstöðunni. Ég vil ítreka það tilboð okkar enn og aftur að við erum tilbúin til að ýta þessari dagskrá til hliðar og taka öll þau mikilvægu mál á dagskrá með það sama.