138. löggjafarþing — 37. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:40]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætlaði bara að fá að spyrja einnar einfaldrar spurningar. Þegar fyrri forseti sat hér voru bornar upp spurningar um það hvort eitthvað væri að skýrast varðandi dagskrá þingsins fram undan og tímasetningar. Talað var um að forseti hygðist boða fund þingflokksformanna fljótlega. Ég hefði áhuga á að vita af því hvort sá fundur hefði átt sér stað eða hvort stefnt væri að honum einhvern tíma í nótt eða fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að hæstv. forseti hafi kannski aðeins meiri upplýsingar en sá forseti sem sat í stólnum síðast þegar þessi spurning var borin upp.