138. löggjafarþing — 37. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:45]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Til að fólk geti skipulagt næstu daga sína, þ.e. desember, jól nálgast, verða þingmenn að fá að vita að hverju þeir ganga þegar þeir mæta til vinnu á morgnana. Nú vantar klukkuna korter í eitt á hinu fjölskylduvæna Alþingi. Hvenær á þessum fundi að ljúka? Stjórnarandstaðan er ekki íslensku þjóðinni dýr, það eru stjórnarliðar sem eru íslensku þjóðinni dýrir því að þeir ætla að neyða Icesave-málinu í gegn. Hvenær lýkur þingfundi í nótt, frú forseti?