138. löggjafarþing — 37. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:45]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að tala um upphaf og endi alls þessa máls varðandi friðhelgisréttindin og náttúruauðlindirnar frá því að frumvarpið kom fyrst inn í vor, hvernig þetta er búið að breytast og hvernig þetta er komið aftur inn í samninginn sem viðauki við Icesave-samninginn. Hér eru allir orðnir þreyttir og ég vil gjarnan fá að halda (Gripið fram í: Ekki utanríkisráðherra.) þessa mikilvægu ræðu í dagsbirtu. Því lýk ég hér með ræðu minni og óska eftir að verða sett aftur á mælendaskrá og halda þessa ræðu á morgun. (Gripið fram í: Það er engin dagsbirta.)