138. löggjafarþing — 38. fundur,  4. des. 2009.

tilhögun þingfundar.

[11:10]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Það er gríðarlega mikilvægt að hér verði tekið á þeim málum sem fram undan eru í einhvers konar samstarfi. Það eru mjög mörg mál á dagskrá á þessum fundi í dag og ég hefði haldið að betri bragur hefði verið á því að þingflokksformenn mundu funda með forseta áður en ákveðið var að kalla til atkvæðagreiðslu um kvöldfund. Þetta eru stór mál og ef einhver þeirra verða til umræðu er mjög mikilvægt að við höldum fókus okkar. Þegar fólk er dauðþreytt er ansi hætt við því að þau mál sem rætt er um á löggjafarfundinum séu ekki almennilega unnin. Þess vegna segi ég nei við því að hafa kvöldfund. Ég veit að fólk er búið að vera hérna á næturnar og kvöldin. (Utanrrh.: Sárafáir.) Ég svaf t.d. í þrjá tíma í nótt þannig að ég held að það væri (Forseti hringir.) betri bragur á því að við mundum ræða það núna.